UPPLIFÐU
Í kringum hótelið
Hótel Kría er óneitanlega vel staðsett, hótelið er staðsett í Vík við hringveginn. Það eru margar ástæður fyrir því að Vík er töfrandi staður, svört strönd, villtur og stormasamur sjór, þúsundir Lunda, nærliggjandi eldföll og ævintýralegt landslag.
Vík er einnig frábær staður til að dvelja til þess að skoða áhugaverða staði suðurlands.
Ertu tilbúin fyrir ævintýri?
Af hverju Hótel Kría?
Hótel Kría er nefnd eftir þeim þúsundum Kría sem fljúga til Vík á sumrin. Kríurnar verpa og ala upp ungana sína í grýttri strönd í nágrenni við hótelið. Krían er ein árásargjarnasti fugl sem verp hreiður sitt og unga grimmt.
Krían getur ráðist á fólk, haldið ykkur í fjarlægð
Hvert á að fara? Hvað á að sjá?
Á kortinu hér að neðan getur þú fundið áhugaverða áfangastaði í nágrenni Hótel Kríu. Sumir af þessum stöðum eru í nágrenni hótelsins., aðra getur þú heimsótt í hálfs dags eða heils dags ferð. Nokkrir af þessum stöðum eru aðeins aðgengilegir á sumrin, það er Þakgil, Þórsmörk eða með leiðsögumanni.
Við vonumst til að þú finnir þinn innblástur. Leiðsögn með myndum og stuttum lýsingum mun hjálpa þér við að tengjast við mismunandi staði. Myndirnar sem eru sýndar eru úr einkasöfnum eða frá Wikipedia.
Frá Hótel Kríu í vesturátt
Reynisfjara (1)
11.5 km (14 mín)
Reynisfjara er einn af vinsælli ferðamannastöðum á landinu, enda gaman að koma þar. Svarta fjarann er einkenni suðurstrandarinnar á Íslandi, Reynisfjall teygir sig í sjó fram við Reynisfjöru. Það er að mestu byggt upp af Móbergi en með einstaka hraunlögum á milli.
Neðst við Reynisfjöru eru fallegar stuðlabergs myndanir og fallegur hellir. Fyrir utan ströndina má sjá Reynisdranga semru eru um 60 metra háir drangar sem standa upp úr sjónum. Ef horft er til vesturs blasir Dyrhólaey við og Dyrhólaós.
Reynisfjara er falleg eins og áður segir en getur líka verið varasöm, þar sem brimið þar getur verið hættulegt ef menn gæta sín ekki. Eins hefur hrunið úr klettunum fyrir ofan fjöruna. Þannig að aðgát skal höfð.
Einnig er gaman að virða fyrir sér fuglalífið á svæðinu yfir sumartímann.
Dyrhólaey viti (2)
19 km (22 mín)
Dyrhólaey er móbergsstapi í Mýrdal á suðurströnd Íslands. Hún dregur nafn sitt af því að gat hefur myndast á þessum um það bil 120 metra háa skaga sem sjórinn flæðir í gegnum. Klettatanginn sem skagar fram úr eynni og gatið er í gegnum nefnist Tóin. Dyrhólaey er einnig nefnd Portland af sjómönnum. Hún var lengi syðsti oddi fastalands Íslands en eftir Kötlugosið 1918 hefur Kötlutangi verið syðsti oddi landsins. Í eynni er mikil lundabyggð. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978.
Undan Dyrhólaey eru allnokkrir drangar úti í sjónum. Þekktastur þeirra er Háidrangur, sem er þverhníptur og 56 metrar á hæð. Hann kleif Eldeyjar-Hjalti Jónsson fyrstur manna árið 1893 að beiðni bænda í Mýrdal og rak þá nagla í bergið og setti keðjur á nokkrum stöðum, svo að eftir það var hægt að nýta dranginn til fuglatekju. Aðrir drangar eru Lundadrangur, Mávadrangur, Kambur og Kvistdrangur.
Árið 1910 var byggður viti á eynni, hann var endurbyggður 1927. Upphaflega hafði vitavörðurinn fasta búsetu á staðnum. Dyrhólaey og drangarnir í nágrenni hennar er mikil paradís fuglaskoðara.
Flugvélaflakið á Sólheimasandi (3)
25 km (22 mín) + 3,5 km aðra leiðina fótgangandi (40mín)
Flugvélaflakið á Sólheimasandi hefur verið á sandinum frá því 1973. En það var þá sem vélinni var nauðlent í fjörunni eftir að hafa glímt við vélarbilun á leið sinni frá Höfn í Hornafirði til Keflavíkur. Vélin var síðan dregin upp á sandinn þar sem hún er í dag og tekið úr henni það sem hægt var að nota. Flugvélarflakið var síðan lítt þekkt og hrafninn sem átti laup í stjórnklefanum fékk að vera þar í friði og ró.
Það var síðan upp úr aldamótunum 2000 sem flakið varð vinsælla og hefur á síðustu árum orðið einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á landinu. Það má að einhverju leiti rekja til heimsókna kvikmyndastjarna og poppgoða eins og Justin Bieber sem bjó til myndband við lagið sitt I’ll Show You þar sem hann renndi sér á hjólabretti upp á flugvélaflakinu. Þá var myndband við lagið Gerua með Bollywood stjörnunum Shan Rukh Khan og Kajol tekið við flugvélaflakið.
Sólheimajökull (4)
31,5 km (33 mín)
Sólheimajökull er syðsti hluti Mýrdalsjökull og um leið syðsti skriðjökull landsins. Hann er um 13 kílómetra langur og á upptök sín úr öskju eldstöðvarinnar Kötlu sem er ein af stæðstu og virkustu eldstöðvakerfum á Íslandi. Jökulinn rennur bratt niður af öskjubarminum og niður þröngan dal, alla leið niður á láglendið.
Frá jöklinum rennur jökulsá á Sólheimasandi sem sökum brennisteins fýlu er oft kölluð Fúlilækur af heimamönnum.
Sólheimajökull hefur hopað mikið á síðustu tveim áratugum eða svo. Meðal hop jökulsins er um og yfir 50 metrar á ári og áætla má að hann sé að tapa um 10 til 15 metrum af þykkt fremst á jöklinum á sama tíma á hverju ári. Upp úr síðustu aldamótum byrjaði að myndast lón fyrir framan jökulinn og hefur það stækkað mikið á undanförnum árum á sama tíma og jökulsprðurinn hefur lækkað mikið.
Umhverfi jökulsins er fagurt og gaman að ganga að jöklinum. Hann er frábær staður fyrir þá sem vilja kynna sér hop jökla og þá landmótun sem skriðjöklar hafa haft á landslag á Íslandi í gegnum árþúsundin.
Eins og áður segir þá er jökulinn hluti af Mýrdalsjökli sem hylur öskju eldstöðvarinnar Kötlu. En Katla hefur hlaupið fram Sólheima- og Skógasand og mótað svörtu sandana þar. Síðast kom lítið jökulhlaup frá Kötlu niður undan Sólheimajökli árið 1999.
Skógafoss (5)
34 km (30 mín)
Skógafoss er af mörgum talinn einn af fegurstu fossum landsins og þótt víðar væri leitað. Hann fellur af fornum sjávarhömrum vestan Skóga, úr Skógá sem á upptök sín annars vegar undan Eyjafjallajökli fyrir neðan Fimmvörðuháls og hins vegar vestasta hluta Mýrdalsjökuls. Báðar þessar kvíslar eru bergvatnsár en í miklum leysingum taka þær á sig mynd móbrúnna jökulvatna. Milli þessara kvísla heitir Landnorðurstungur, fremur hrjóstrugar beitilendur. Við Kambfjöll sameinast þessar kvíslar og úr verður ein á Skógá. Í ána renna einnig lindir og litlir lækir.
Eyjafjallajökull (6)
42 km (35 mín)
Eyjafjallajökull er fimmti stærsti jökull Íslands. Nafn hans bendir til að hann sjáist frá Vestmannaeyjum. Undir jöklinum er eldkeila sem gaus síðast 1821-1823. Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, um 1.666 m hár. Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er gígjökull nánast að hverfa.
Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn. Jarðhiti er undir honum sem bræðir hann neðan frá.
Seljalandsfoss (7)
62 km (52 mín)
Foss í Seljalandsá þar sem hún steypist fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland.
Seljalandsfoss er á mörkum milli Seljalands og Hamragarða, einn af hæstu fossum landsins og horfir vel við á leið austur um Landeyjar. Gengt er á bak við fossinn. Mörgum þykir fossinn fegurstur í síðdegissól.
Gljúfrabúi (8)
62 km (52 mín)
Gljúfrabúi, sem er um 40 metra hár, er í landi eyðijarðarinnar Hamragarða sem Skógræktarfélag Rangæinga fékk að gjöf árið 1962 og er nú í eigu Rangárþings eystra. Ákveðin dulúð er yfir fossinum þar sem hann fellur ofan í djúpa gjá en framan við fossinn er mikill hamraveggur úr móbergi sem lokar fossinn af svo aðeins sést rétt efst í hann. Kletturinn sem lokar fossinn af kallast Franskanef. Áður fyrr töldu menn að hann og hamrarnir í kring væru bústaðir huldufólks. Hægt er að klifra upp á Franskanef og sjá fossinn ofan frá. Á glæfralegustu stöðunum er keðja sem hægt er að styðja sig við, það þarf þó að sýna varfærni ef upp er farið og er það alls ekki fyrir alla. Einnig er hægt að fara úr skónum og vaða ána inn gilið og er það mögnuð upplifun. Hafa skal varann á þegar farið er inn gilið því hætta er á grjóthruni. Fyrir neðan Franskanef er gömul baðþró og inn af þrónni er lítill hellir sem heitir Ömpuhellir eftir einsetukonu sem þar á að hafa búið. Fyrir ofan Ömpuhelli eru tvær hvilftir inn í bergið sem nefnast Efra og Neðra ból. Í Neðra bóli var fyrr á tímum þurrkaður þvottur en í Efra bóli voru þurrkuð reipi og má enn sjá snaga í berginu í báðum þessum bólum. Gljúfrabúi er friðlýstur sem náttúruvætti.
Töluvert sunnan við Gljúfrabúa er lítið gil í hamraveggnum þar sem hægt er að fara upp á heiðina fyrir ofan og virða fyrir sér útsýnið yfir héraðið. Talað var um að fara upp Stíginn og lækurinn í gilinu nefndur Stígslækur. Stígurinn er enn nokkuð skýr, hálfgerðar tröppur eru upp þar sem er brattast. Rétt fyrir ofan brúnina eru leifar gamalla fjárhúsa frá Hamragörðum.
Vestmannaeyjar (9)
88 km (1 klst 55 mín)
Vestmannaeyjar, eru ýmist taldar 15 eða 18, sæbrattar hamraeyjar með grónum hlíðum og rindum /grasgeirum og auk þeirra nærri 30 sker og drangar. Allar hafa eyjarnar orðið til í neðansjávareldgosum, þær elstu fyrir u.þ.b. 10.000 árum, hluti þeirra fyrir 5.000 árum og þá rann m.a. Ofanleitishraun úr Helgafelli.
Yngsta eyjan, Surtsey, reis úr hafi 1963, en Surtseyjargosið stóð í tæp 5 ár. Árið 1973 gaus í Heimaey, einu eyjunni sem er byggð, og komu þar upp 240 millj. rúmmetrar af hrauni sem að hluta fór yfir byggð Heimaeyjar, eða tæp 400 af 1.200 húsum sem þar voru. Fyrir 1973 bjuggu 5.300 manns í Eyjum en 2013 voru þar 4.135 íbúar.
Fuglalíf Vestmannaeyja er mjög fjölskrúðugt og hvergi við Ísland verpa eins margar tegundir sjávarfugla.
Vestmannaeyjar hafa lengstum verið stærsta verstöð Íslands. Í Vestmannaeyjum er mjög glæsilegt fiskasafn með flestum íslensku nytjafiskunum, steina- og fuglasafn og Náttúrufræðistofa Suðurlands. Byggðasafn er þar, listasafn og gott bókasafn. Golfvöllur, sundlaug, gönguferðir og skoðunarferðir á sjó, landi og úr lofti. Sérstæð er Sprangan í Skiphellum, þar sem börn og unglingar læra bjargsig. Á Skanssvæðinu er eftirlíking af stafkirkju frá 10. öld, þjóðargjöf Norðmanna til Íslendinga á 1000 ára afmæli kristnitöku árið 2000 í minningu þess að Ólafur Tryggvason gaf kirkju til Íslands þegar Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti komu til landsins árið 1000 til að kristna Íslendinga. Skyldi kirkjan reist þar sem þeir kæmu fyrst að landi á leið sinni til Þingvalla. Á Skansinum hefur einnig verið endurbyggt annað elsta húsið í Eyjum; Landlyst. Var það upphaflega byggt sem fæðingarheimili árið 1847 þegar ginklofi var landlægur sjúkdómur í Eyjum og 60-80% nýbura dóu úr honum.
Þórsmörk (10)
89,5 km (1klst og 45 mín)
Þórsmörk er svæði norðan Eyjafjallajökuls og vestan Mýrdalsjökuls. Þórsmörk afmarkast af Mýrdalsjökli í austri, Krossá í suðri og Markarfljóti og Þröngá í norðri. Nafn sitt dregur Þórsmörk af germanska guðinum Þór en í Landnámabók segir að Ásbjörn Reyrketilsson hafi numið land í Þórsmörk og helgað landnám sitt Þór. Blaðmosar, burknar og birkitré vaxa þar og er gróðurfarið mjög fjölbreytt. Meginástæða gróðursældar í Þórsmörk er sú að svæðið er náttúrulega varið fyrir búfé af torfærum ám og jöklum. Bændur úr Fljótshlíð og undan Eyjafjöllum ráku fé á Þórsmörk til beitar bæði sumar og vetur og stunduðu þeir einnig skógarhögg á svæðinu. Voru skógar mjög illa farnir af beit á Þórsmörk og nærliggjandi afréttum í byrjun 20 aldar og í kjölfar Kötlugoss 1918 var Þórsmörk beitarfriðuð og falin Skógrækt ríkisins til umsjónar. Árið 1990 stækkaði beitarfriðlandið með samningum Landgræðslu ríkisins við vestur Eyfellinga en þeir höfðu rekið fé á Almenninga. Birkiskógar hafa sáð sér út yfir stór svæði í Þórsmörk við friðunaraðgerðir Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar.
Krossá rennur niður Krossárdal og skilur Þórsmörk frá Goðalandi í mörgum kvíslum.
Krossá er jökulá og er því mjög köld og breytir sér oft. Yfirferð getur verið hættuleg og hafa nokkur banaslys orðið í ánni. Brú hefur verið gerð fyrir fótgangendur.
Frá Hótel Kríu í austurátt
Þakgil (11)
20 km (37 mín)
Svæðið í kring hefur uppá að bjóða stórbrotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálfan Mýrdalsjökul. Í fjöllunum sem eru græn upp í top má sjá allskonar kynjamyndir hobbita, álfa, tröll allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins.
Svæðið er tilvalið til gönguferða hvort sem er á sléttlendi í Remundargili og út að Múlakvísl eða sem er meira krefjandi t.d. uppá Mælifell og fram Barð eða upp að jöklinum og út á Rjúpnagilsbrún en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Kötlujökulinn, Huldufjöll og undirlendi suð-austurlands. Þaðan sérst m.a. til Lómagnúps og Vatnajökuls. Síðan er hægt að ganga eftir jöklinum í Huldufjöll en það er krefjandi og krefst sérstaks útbúnaðar og leiðsagnar.
Það er skjólsælt á tjaldsvæðinu þar sem það er umkringt fjöllum. Það er auðvelt að komast þangað þar sem það eru engar ár eða sprænur yfir að fara og er fært öllun venjulegum bílum og tækifæri fyrir alla að komast í fjallakyrrðina inná hálendinu.
Hjörleifshöfði (12)
15 km (17 mín)
Hjörleifshöfði er 221 metra hár móbergsstapi á suðvestanverðum Mýrdalssandi. Talið er að stapinn hafi myndast hefur í síðasta kuldaskeiði ísaldar þegar gosið hefur undir ísaldarjöklinum. Líklega hefur hann verið eyja í sjó á fyrri tíðum en orðin landfastur á landnámsöld með fjörð er nefndist Kerlingarfjörður sem fór inn með höfðanum. Í dag er hann hringaður af svörtum söndum sem borist hafa með endurteknum Kötluhlaupum.
Sunnan við Hjörleifshöfða er tangi kenndur við Kötlu og nefnist Kötlutangi. Sá myndaðist úr stóru gosi árið 1918 þar sem gífurlegt magn setefnis barst með stóru jökulhlaupi frá Kötlu. Tanginn er syðsti punktur meginlandsins Íslands þar sem fyrir gos átti Dyrhólaey þann heiður.
Eldhraun (13)
61.3 km (46 mín)
Eldhraun er vestari hluti Skaftáreldahrauns en eystri hluti hraunsins nefnist Brunahraun. Hraunið rann úr Lagagígum á Síðumannaafrétti í Skaftáreldum 1783-1784 en Skaftáreldar ollu svonefndum móðuharðindum (sjá einnig færsluna Lakagígar). Skaftáreldahraun er eitt mesta hraun sem runnið hefur í heiminum á sögulegum tíma. Er talið að rúmmál þess sé um 16 km3 og flatarmál um 580 km2.
Fjarðrárgljúfur (14)
65 km (50 mín)
Fjaðrárgljúfur er 6 kílómetra frá þjóðvegi 1, beygt er inn á veg F206. Fært er á fólksbílum að Fjaðrárgljúfri allt árið. Fjaðrárgljúfur er stórbrotið og hrikalegt, um 100 metra djúpt og um tveir kílómetrar að lengd. Gljúfrið er veggbratt, örlítið hlykkjótt og þröngt. Berggrunnurinn í Fjaðrárgljúfri er að mestu móberg frá kuldaskeiðum ísaldar og telst um tveggja milljóna ára gamalt. Fjaðrá á upptök sín í Geirlandshrauni og fellur fram af heiðarbrúninni í þessu mikilfenglega gljúfri þar til hún skilar sér niður í Skaftá. Fjaðrá er bergvatnsá og ljóst er aðhún hefur breyst mikið í tímans rás. Fjaðrárgljúfur er á náttúruminjaskrá.
Kirkjubæjarklaustur (15)
73.4 km (1 klst 45 mín)
Kirkjubæjarklaustur er eini þéttbýliskjarninn í Skaftárhreppi. Í Skaftárhreppi eru margir gististaðir og upplagt að dvelja þar og fara í dagsferðir. Margar náttúruperlur Íslands eru stutt frá Klaustri: Fjaðrárgljúfur, Fagrifoss, Langisjór, Eldgjá, Lakagígar og Skaftáreldahraunið. Góðar dagsferðir eru í Skaftafell eða Jökulsárlón.
Á Klaustri er Ástarbrautin, mjög falleg 5 km gönguleið sem byrjar við Systrafoss. Gengið er yfir heiðina ofan við þorpið og er útsýni mjög skemmtilegt. Kirkjugólfið er á þessari leið en það er náttúrusmíð þar sem sér ofan á stuðlaberg. Kirkjugólfið er friðlýst náttúruvætti. Önnur áhugaverð gönguleið er um Landbrotshólana sem eru óteljandi gervigígar. Leiðin er kölluð Hæðargarðsleið og byrjar við Skaftárbrúna.
Skaftafell (16)
140 km (1 klst og 45 mín)
Svartifoss er einn af einstöku fossunum sem suðurlandið hefur að geyma. Fossinn er staðsettur í Skaftafelli, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Svartifoss er 20 metra hár.
Sitthvoru megin við fossinn eru háir svartir basalt veggir sem gera fossinn að einstakri sjón og er hann sannkölluð náttúruperla.
Gangan að Svartafossi hefst við upplýsinga miðstöðina í Skaftafelli og er um 1.9 km eða 45 mínútur hvora leið.
Fjallsárlón (17)
183 km ( 2 klst og 22 mín)
Falinn gimsteinn, Fjallsárlón er minnaa þekkt ísjakalón, örlítið minna en Jökulsárlón en það er innilegra og þú finnur meira fyrir umhverfinu. Fljótandi ísjakarnir skapa töfrandi sýningu, allt einstakt í lit, lögun og stærð sem skapar fullkomin tækifæri til að mynda hvert sem þú horfir. Daglegar ferðir eru um Fjallsárlón frá byrjun apríl og fram í lok október ef að veður leyfir.
Breiðamerkursandur (18)
191 km (2 klst og 26 mín)
Við hliðina á Jökulsárlóni er staður sem færri kannast við, Breiðamerkursandur. Hann saman stendur af sandbreiðum sem eru oft skreyttar með ísjökum sem borist hafa með Jökulsá á Breiðamerkursandi að sjónum og skola svo aftur upp á sandinn með öldunum. Ísjakarnir sem minna á demanta ásamt þokunni sem leggst yfir ströndina skapa töfrandi andrúmsloft.
Ís-demantarnir bjóða upp á enn stórfenglegri sjón yfir vetrar mánuðina þegar sólin rís og baðar ströndina fallegri lýsingu sem endurspeglast á ísjökunum. Að láta sig hafa biðina í myrkrinu fyrir sólarupprás er vel þess virði, þrátt fyrir nístingskulda íslensku næturinnar.
Jökulsárlón (19)
192 km ( 2 klst og 30 mín)
Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km leið til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum og eru þeir á floti á vatninu. Lónið er feikidjúpt, a.m.k. 190 m. Áin styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m. Farvegur árinnar grefst stöðugt niður, þannig að það gætir sjávarfalla í lóninu. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og selurinn eltir ætið.
Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla með bátunum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins og ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar. Þar er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn og þar er lítið veitingahús. Áætlunarbifreiðar haf viðkomu við lónið á hverjum degi á sumrin, bæði í áætlun og dagsferðum tengdum Skálafellsjökli frá Höfn.
Jökulsárlón hefur verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði frá árinu 2017.