top of page
Hotel Key

HÓTEL STEFNA

Hótel Stefna

Innritun

Innritun er frá klukkan 15.00. 

 

Brottför

Útritun er til klukkan 11.00.

Snemm innritun

Við bjóðum gestum okkar uppá að tékka sig inn fyrr með fyrirvara um framboð á herbergjum, þessi þjónusta getur haft í för með sér aukakostnað. Vinsamlegast hafið samband við móttökuna okkar ef óskað er eftir þessari þjónustu á tölvupósti hotelkria@hotelkria.is.

 

Sein útritun

Við bjóðum gestum okkar uppá að útrita sig seinna en eigi síðar en klukkan 14.00 með fyrirvara um framboð á herbergjum, þessi þjónusta kostar aukalega. Vinsamlegast hafið samband við móttökuna okkar ef óskað er eftir þessari þjónustu á tölvupósti hotelkria@hotelkria.is ef óskað er eftir henni fyrir komu. 

Afbókun/breytingar/fjarvera

Hægt er að afbóka eða breyta öllum bókunum 7 dögum fyrir komu, eftir 7 daga er tekin full greiðsla fyrir bókun sem er óendurgreiðanleg. Ef bókun er ekki afbókuð, breytt eða gestur kemur ekki mun full greiðsla verða tekin af korti. Afbókun í síma er ekki tekin gild. Aðrar reglur gilda um hópa með bókanir fleiri en 6 herbergi. Varðandi hópabókanir vinsamlegast hafið samband á tölvupósti, Ef bókað er í gegnum þriðja aðila þarf að hafa samband við þann aðila sem hefur svo samband við okkur. 

 

Morgunmatur

Morgunverðarhlaðborðið okkar er opið frá klukkan 07:00-10:00. Ef óskað er eftir morgunverði fyrir opnun þá er velkomið að panta morgunverðarbox en pantanir á þeim þurfa að koma inn daginn áður. 

Morgunverðurinn okkar inniheldur meðal annars heita og kalda rétt. 

 

Aukarúm og barnarúm

Hægt er að óska eftir aukarúmi og/eða barnarúmi án gjalds fyrir born. 

Vinsamlegast hafið samband á tölvupósti hotelkria@hotelkria.is fyrir frekari upplýsingar. 

 

Kreditkort/Debetkort

Bakvið allar bókanir þurfa að vera til staðar kredit/debetkorta upplýsingar. Hótelið samþykkir ekki fyrirframgreidd kort né kort sem eru ekki með örgjava eða pin númer. 

Við tökum ekki út af kortum 48 klst fyrir komu, kortið er trygging fyrir bókuninni sem og fyrir kostnaði ef skemmdir hafa átt sér stað eða reykt hafið verið í herberginu. Nauðsynlegt er að sýna kortið við komu.

 

Reykingar bannaðar

Vinsamlegast athugið að bannað er að reykja innanhúss á hótelinu. Gestir geta reykt á þar til gerðum stöðum sem ætlaðir eru fyrir gesti sem reykja. Þetta á einnig við um rafsígarettur. Sekt við broti er 50.000 kr. 

 

Skemmdir/hlutir sem vantar

Ef skemmdir eru unnar innan hótelsins eða einhverjir hlutir sem teknir eru í leyfisleysi áskilur hótelið sér að rukka fyrir þeim skemmdum og/eða fyrir því sem tekið er. 

 

Bílastæði

Bílastæði eru við hótelið. Hótelið er ekki með eftirlit á bílastæðinu né með eftirlit á þeim bílum sem leggja þar. 

 

Hávaði/truflun

Við viljum tryggja að gestir okkar eigi aflsappandi upplifun á hótelinu, Partýhald, samkomur á herbergjum, göngum eða á almenningsvæðum eru ekki leyfileg. Gestir sem ekki virða þessar reglu geta átt hættu á því að vera vísað af hótelinu án endurgreiðslu. Hávaðalaus tími er frá klukkan 23:00 – 07:00.

bottom of page