top of page
HERBERGI
MEÐ FJALLASÝN
Herbergi með fjallasýn
Okkar herbergi með fjallasýn eru hönnuð á norrænan og þægilegan máta. Öll herbergin eru með baðherbergi með sturtu, og tvö einstaklingsherbergi sem geta verið útbúin sem einstaklings eða hjónaherbergi. Herbergin snúa að fjallinu Hatta.
Upplýsingar um herbergið
-
Stærð 19m²
-
Útsýni, hafið, þjóðvegur
-
Gistirými: 2 fullorðnir
-
Rúm, geta verið útbúin sem einstaklings eða hjónarúm
-
Morgunmatur innifalinn
-
Bílastæði ókeypis
-
Baðherbergi með sturtu
Búnaður
Hreinlætisvörur
Sími
Kaffi og te
Móttaka opin 24/7
Handklæði
Skrifborð
Kaffi og te
Hljóðeinangraðir veggir
Hárþurrka
Sjónvarp
Upphitun
Ókeypis þráðlaust net
Non-smoking
Ketill
Myrkvunargardínur
-
Á hvaða tíma er á innritun og útritun?Innritum er klukkan 15.00 og útritun er klukkan 11.00.
-
Bjóðið þig uppá að ég geti tékkað mig út seinna en útritun segir til um?Hægt er að tékka sig út seinna með fyrirvara um að það sé laust herbergi. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu.
-
Bjóðið þið uppá að ég geti tékkað mig fyrr inn?Hægt er að tékka sig inn fyrr en með fyrirvara um að það sé laust herbergi. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu.
-
Hvaða týpur af herbergjum bjóðið þið uppá?Hótelið býður uppá standard herbergi, herbergi með fjallasýn og junior svítu.
-
Get ég uppfært bókunina mína?Þú getur fengið uppfærslu ef að við erum með laus herbergi í öðrum flokki. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu.
-
Hvaða afbókunarstefnu er hótelið með?Allar bókanir í gegnum heimasíðuna okkar er hægt að breyta eða afbóka innan 7 daga fyrir komu. Ef bókun hefur ekki verið breytt eða afbókuð innan 7 daga verður kredit/debit kort gjaldfært að fullu fyrir bókunina hvort sem gestur kemur og gistir eður ei. Frá 1. mars 2021 er afbókunarstefna hótelsins í gildi þrátt fyrir Kóróna vírusinn. Allar breytingar og/afbókanir þarf að staðfesta á tölvupósti frá hotelkria@hotelkria.is. Afbókanir í síma eru ekki teknar gildar.
-
Get ég fengið auka rúm í herbergið?Hægt er að fá auka rúm, ber að hafa í huga að við erum með takmörkuð auka rúm á hótelinu og til að tryggja sér þessa þjónustu þarf að bóka það með fyrirvara á hotelkria@hotelkria.is . Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu fyrir þriðja aðila.
-
Get ég fengið auka rúm í herbergið fyrir barn?Hægt er að fá auka rúm, ber að hafa í huga að við erum með takmörkuð auka rúm á hótelinu og til að tryggja sér þessa þjónustu þarf að bóka það með fyrirvara á hotelkria@hotelkria.is . Ekki er tekið gjald er tekið fyrir þessa þjónustu fyrir barn undir 6 ára aldri.
-
Get ég fengið barnarúm í herbergið?Hægt er að fá barnarúm, ber að hafa í huga að við erum með takmörkuð barnarúm á hótelinu og til að tryggja sér þessa þjónustu þarf að bóka það með fyrirvara á hotelkria@hotelkria.is . Ekki er tekið gjald fyrir þessa þjónustu.
-
Ég er með bókun í gegnum ferðaskrifstofu, hvað á ég að gera?Ef að þú ert með bókun í gegnum ferðaskrifstofu og þarft að breyta eða afbóka vinsamlegast hafðu þá samband við ferðaskrifstofuna.
-
Ég er með bókun í gegnum ferðaskrifstofu, hvað á ég að gera?Ef að þú ert með bókun í gegnum ferðaskrifstofu og þarft að breyta eða afbóka vinsamlegast hafðu þá samband við ferðaskrifstofuna.
-
Eru þið með bílastæði við hótelið?Nóg er af bílastæðum við hlið hótelsins.
-
Er veitingastaður á hótelinu?Við erum með veitingastaðinn Drangar á hótelinu. Drangar býður uppá fjölbreyttan mat með íslensku hráefni.
-
Er bar á hótelinu?Við erum með bar á hótelinu sem er opin til miðnættis alla daga. Barinn býður uppá mikið úrval af drykkjum.
-
Eru þið með Happy Hour?Við erum með Happy hour alla daga frá 16:00-19:00.
-
Getið þið geymt farangurinn?Við getum geymt farangurinn á móttökunni okkar ef að þú kemur snemma og eftir að þú hefur tékkað þig út.
-
Bjóðið þið uppá þvottaþjónustu?Við bjóðum uppá þvottaþjónustu sem á sér stað yfir nóttina sem gist er. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu sem er 5.500 fyrir hverja vél, innifalið er þvottur, þurrkun og fatnaður brotinn saman. Skilyrði þarf að vera að þvotturinn megi fara í þvottavél og þurrkara. Ekki er tekin ábyrgð á skemmdum á þvotti.
-
Eru þið með heilsulind á hótelinu?Nei því miður.
-
Hvað er hægt að gera á hótelinu til skemmtunar?Við erum með leikherbergi þar sem hægt er að spila pool, borðtennis og píli. Ekki er tekið gjald fyrir þessa þjónustu.
-
Getið þið aðstoðað mig í að bóka upplifun?Ef að þú hefur komið til að skoða okkar fallegu náttúru þá getum við hjálpað þér að velja og bóka dagsferðir. Ef að þú vilt ganga frá svona bókunum áður en þú kemur sendu okkur þá endilega póst á hotelkria@hotelkria.is .
-
Á hvaða tíma er morgunmaturinní boði?Á veturnar er morgunmatur frá 8:00-10:00, á sumrin 7:00-10:00. Morgunmatur er innifalinn í gistingunni.
-
Hvers konar morgunmat bjóðið þið uppá?Við bjóðum uppá létt morgunverðarhlaðborð. Morgunmatur er innifalinn í gistingu á hótelinu.
-
Get ég fengið morgunmat fyrr en opnunartími segir til um?Við bjóðum uppá morgunverðarbox, þessa þjónustu þarf að panta daginn áður.
-
Get ég fengið glúten-, laktósafrían, og/eða vegan morgunmat?Við bjóðum uppá glútenfrítt brauð. Á morgunverðarhlaðborðinu finnur þú möndlumjólk og aðrar tegundir af laktósafríum valmöguleikum. Á morgunverðarhlaðborðinu er hægt að finna marga valmöguleika fyrir þá sem eru á sérhæfðu mataræði.
bottom of page